/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

      $2 USD  or more

     

lyrics

Glæður eldsins ylja mér enn
ljós og skugga burtu ég brenn
svefninn kemur og sigrar mig senn
eitt kvöldið enn

Allt sem ég missti og allt sem ég á
Sumt af því tildur annað er prjál
Þín vegna lærði ég betur að sjá
Skynja og þrá

Og líf þitt allt eins og bálið sem brennur
Það leið alltof hratt (Það kulnaði hratt)

Hvað sem svo verður og hvert sem ég sný
Eitt máttu vita, ég lofa þér því
Að blása í glæðurnar eldinn á ný
Þú treysta mátt því

Og líf þitt allt eins og bálið sem brennur
Það leið alltof hratt
Og bros þitt allt eins og áin sem rennur
Var nýtt sérhvern dag

Glæður eldsins kulnaðar brátt
Ríkir að nýju köld norðanátt
Andi þinn horfinn, í heiminum fátt
sem færir mér sátt

Og líf þitt allt eins og bálið sem brennur
Það leið alltof hratt
Og bros þitt allt eins og áin sem rennur
Var nýtt sérhvern dag

credits

from Loforð um nýjan dag, released December 15, 2016
Sváfnir Sigurðarson, söngur, raddir, gítar,
Eðvarð Lárusson, rafgítar
Kristján Freyr Halldórsson, trommur
Pálmi Sigurhjartarson, píanó og harmonikka
Tómas Tómasson, bassi


Hlljóðritað í Stúdíó Hljómi í október 2016
Stjórn upptöku: Hjálmur Ragnarsson
Hljóðblöndun: Skapti Þórodsson
Mastering: Sigurdór Guðmundsson, (Skonrokk Studios)

tags

tags: pop Reykjavík

license

all rights reserved

about

Sváfnir Sigurðarson Reykjavík, Iceland

Fyrsta sólóplata Sváfnis Sigurðarsonar, Loforð um nýjan dag, kom út í árslok 2016. Áður hefur hann gefið út geisladiskinn Klæðskeri Keisarans, með hljómsveitinni KOL, árið 1994. Hann er annar söngvara og lagahöfunda í hljómsveitinni Menn ársins sem sendi frá sér samnefndan geisladisk árið 2008. Sváfnir hefur samið tónlist við leiksýningar og stuttmyndir svo fátt eitt sé nefnt. ... more

contact / help

Contact Sváfnir Sigurðarson

Streaming and
Download help

Redeem code