/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

      $2 USD  or more

     

lyrics

Elli frændi mætti fullur í fermingarveisluna
Lagðist oná hlaðborð og gubbaði á tertuna
Það þurfti fjóra til að færa hann og fela hann undir gamalli búslóð í bílskúrnum
En við tölum ekki um það, nei við tölum aldrei aftur um það.

Við sópum því bara undir teppið
Og tölum ekki um það meir
Sópum undir teppið
Þetta hverfur það gleymist deyr
Ekki allt fólk svona heppið
Að geta nýtt teppið til að takast á við hlutina
Sópum undir teppið og tölum ekki meir.

Hannes mágur hann hélt framhjá og eignaðist þríbura
Þarf að borga meðlag og og alls konar reikninga
Svo þarf hann endalaust að vinna til að sinna og borga fyrir júdó og dansskóla
En hjónin tala ekki um það, nei þau tala aldrei aftur um það

Þau sópa því bara undir teppið
Og tala ekki um það meir
Sópa undir teppið
Það gleymist allt seinnameir
Ekki allt fólk svona heppið
Að geta nýtt teppið til að takast á við hlutina
Sópum öllu undir teppið og tölum ekki meir.

Amma er alltaf brjáluð og hrækir á bréfberann
Hringir inn á Sögu og baktalar Pólverjann
Ég þarf að skjótast einhvern tímann og aftengja símann og fjarlægja póstkassann
En ég tala ekki um það, nei ég tala ekki um það við neinn

Ég sópa því bara undir teppið
Og tala ekki um það meir
Sópa undir teppið
Þetta hverfur það gleymist deyr
Ekki allt fólk svona heppið
Að geta notað teppið til að takast á við hlutina
Sópa öllu undir teppið og tala ekki meir.

credits

from Loforð um nýjan dag, released December 15, 2016
Sváfnir Sigurðarson, söngur, raddir, gítar,
Eðvarð Lárusson, rafgítar
Kristján Freyr Halldórsson, trommur
Pálmi Sigurhjartarson, píanó og harmonikka
Tómas Tómasson, bassi

Kór og klapp: Arnar Halldórsson, Bragi Eiríkur Jóhannsson, Fjalar Sigurðarson, Hörður Sigurðarson og Magnús Árni Magnússon

Hlljóðritað í Stúdíó Hljómi í október 2016
Stjórn upptöku: Hjálmur Ragnarsson
Hljóðblöndun: Skapti Þórodsson
Mastering: Sigurdór Guðmundsson, (Skonrokk Studios)

tags

tags: pop Reykjavík

license

all rights reserved

about

Sváfnir Sigurðarson Reykjavík, Iceland

Fyrsta sólóplata Sváfnis Sigurðarsonar, Loforð um nýjan dag, kom út í árslok 2016. Áður hefur hann gefið út geisladiskinn Klæðskeri Keisarans, með hljómsveitinni KOL, árið 1994. Hann er annar söngvara og lagahöfunda í hljómsveitinni Menn ársins sem sendi frá sér samnefndan geisladisk árið 2008. Sváfnir hefur samið tónlist við leiksýningar og stuttmyndir svo fátt eitt sé nefnt. ... more

contact / help

Contact Sváfnir Sigurðarson

Streaming and
Download help

Redeem code