/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

      $2 USD  or more

     

lyrics

Ástbjartur nú er illt í efni
Þú þarft að segja fólkinu hvert stefni
Það virðast allir ganga hér í svefni
Og allt á leið til andskotans

Ástbjartur þú sérð bleika fílinn
Svo augljóst er þú keyrir leigubílinn
slæðufólkið, hommana og skrílinn
Hvar sem er, smeygir sér...

Eitt sinn var allt svo gott og einfalt
Það voru engar kellingar að væla
Menn voru menn, ekkert estrógen
Þið siglduð þótt væri pínu bræla

Ástbjartur þú ert raunamæddur
Og með réttu ertu skynsamlega hræddur
Nú þarf einhver góðum kostum gæddur
Að fylkja vorri þjóð undir eitt flagg

Ástbjartur ekki hætta að blogga
Þeir birta þetta á endanum í Mogga
ef fjölmenningarfasistarnir gogga
Sí og æ, ég hlæ

Eitt sinn var allt svo ofureinfalt
Það var engin feministaþvæla
Menn voru menn, ekkert estrógen
Þið siglduð þótt væri pínu bræla

Æ Ástbjartur þig dreymir gamla tíma
Sviðasultu, mysu og skífusíma
Ef lífið væri bara íslensk glíma
Ó já...

credits

from Loforð um nýjan dag, released December 15, 2016
Sváfnir Sigurðarson, söngur, raddir, gítar,
Eðvarð Lárusson, rafgítar
Kristján Freyr Halldórsson, trommur
Pálmi Sigurhjartarson, píanó
Tómas Tómasson, bassi

Hlljóðritað í Stúdíó Hljómi í október 2016
Stjórn upptöku: Hjálmur Ragnarsson
Hljóðblöndun: Skapti Þórodsson
Mastering: Sigurdór Guðmundsson, (Skonrokk Studios)

tags

tags: pop Reykjavík

license

all rights reserved

about

Sváfnir Sigurðarson Reykjavík, Iceland

Fyrsta sólóplata Sváfnis Sigurðarsonar, Loforð um nýjan dag, kom út í árslok 2016. Áður hefur hann gefið út geisladiskinn Klæðskeri Keisarans, með hljómsveitinni KOL, árið 1994. Hann er annar söngvara og lagahöfunda í hljómsveitinni Menn ársins sem sendi frá sér samnefndan geisladisk árið 2008. Sváfnir hefur samið tónlist við leiksýningar og stuttmyndir svo fátt eitt sé nefnt. ... more

contact / help

Contact Sváfnir Sigurðarson

Streaming and
Download help

Redeem code