/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

      $2 USD  or more

     

lyrics

Vatnið er stillt og vindana lægir
Sólin er sest en tunglskinið nægir
Bjarminn sem speglast á einmana tjörnum,
er bara minning um birtu frá fallandi stjörnum

Og ég er aldrei, aleinn
Ég er aldrei aleinn
Ég er aldrei aleinn
Því það fylgir mér úlfur hvert sem ég fer

Og skepnan er slóttug og gefur mér gætur
Og endrum og eins, leggst gæf mér við fætur
Og ef ég vil sýna hvar hefur valdið
Ég fæ það til baka og tífalt er gjaldið

Og ég er aldrei, aleinn
Nei ég geng aldrei aleinn
Ég er aldrei aleinn
Því það fylgir mér úlfur hvert sem ég fer

credits

from Loforð um nýjan dag, released December 15, 2016
Sváfnir Sigurðarson: söngur, raddir, gítar,
Eðvarð Lárusson: rafgítar
Kristján Freyr Halldórsson: trommur
Pálmi Sigurhjartarson: píanó og harmonikka
Tómas Tómasson: bassi
Hallgrímur Guðsteinsson: þríhorn

Hlljóðritað í Stúdíó Hljómi í október 2016
Stjórn upptöku: Hjálmur Ragnarsson
Hljóðblöndun: Skapti Þórodsson
Mastering: Sigurdór Guðmundsson, (Skonrokk Studios)

tags

tags: pop Reykjavík

license

all rights reserved

about

Sváfnir Sigurðarson Reykjavík, Iceland

Fyrsta sólóplata Sváfnis Sigurðarsonar, Loforð um nýjan dag, kom út í árslok 2016. Áður hefur hann gefið út geisladiskinn Klæðskeri Keisarans, með hljómsveitinni KOL, árið 1994. Hann er annar söngvara og lagahöfunda í hljómsveitinni Menn ársins sem sendi frá sér samnefndan geisladisk árið 2008. Sváfnir hefur samið tónlist við leiksýningar og stuttmyndir svo fátt eitt sé nefnt. ... more

contact / help

Contact Sváfnir Sigurðarson

Streaming and
Download help

Redeem code